Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Úthlutun nýliðunarstuðnings

23.11.2022

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2022 í samræmi við reglugerð 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað. Markmiðið með stuðningnum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.

Styrkur til einstakra nýliða getur að hámarki numið 9 mkr. og allt að 20% af fjárfestingarkostnaði á ári, en heimilt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár eða þar til hámarki er náð.

Til úthlutunar voru kr. 144,9 mkr. Fjöldi gildra umsókna voru 56, þar af 26 frumumsóknir og 30 framhaldsumsóknir. Umsóknum er raðað í þrjá forgangshópa samkvæmt eftirfarandi lykilþáttum: Í fyrsta lagi eftir menntun og starfsreynslu umsækjenda, í öðru lagi er lagt mat á verk- og framkvæmdaáætlun auk rekstraráætlunar til 5 ára og í þriðja lagi er tekið tillit til jafnréttissjónarmiða.

Alls uppfylltu 50 umsóknir skilyrði um fyrsta forgang. Úthlutunarfjárhæðin fer öll til ráðstöfunar í þann hóp og er fjárhæð á hvern styrkhafa að meðaltali 2,9 m.kr.
Skilyrði fyrir annan forgang uppfylltu 5 umsóknir og í þriðja forgang 1 umsókn. Ekkert var til ráðstöfunar fyrir þessa umsækjendur og eru þeir því án styrks á þessu ári.