Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Úthlutun á tollkvótum á landbúnaðarafurðum frá Bretlandi

01.12.2022

Laugardaginn 19. nóvember sl. rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi samkvæmt reglugerð nr. 1170/2022 fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2023.

Ostar og ystingur í vörulið 0406. Fjögur tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 34.000 kg. á meðalverðinu 246 kr./kg. Hæsta boð var 851 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 19.000 kg. á jafnvægisverðinu 1 kr./kg.

Ostur og ystingur úr vörulið ex0406 (**). Fjórar umsóknir bárust um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi úr vörulið ex 0406 (**) samtals 29.000 kg. Á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 1170/2022 er tollkvóta úr vörulið ex0406 úthlutað með hlutkesti og er hámark úthlutunar til hvers fyrirtækis 15% af heildarmagni tollkvótans. Samtals var úthlutað 11.000 kg., til fjögurra fyrirtækja.

(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla.

Annað kjöt, unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602. Fjögur tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti..., á vörulið 1602, samtals 49.800 kg. á meðalverðinu 75 kr./kg.  Hæsta boð var 499 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 18.400 kg. á jafnvægisverðinu 2 kr./kg.

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

 

Ostur og ystingur 0406

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

4.000

Aðföng

5.000

Innnes ehf

6.000

Krónan ehf

4.000

Stjörnugrís ehf

 

Ostur og ystingur ex 0406 (**)

Úthlutað magn (kg)

Tilboðsgjafi

2.000

Innnes ehf

3.300

KFC ehf

2.400

Krónan ehf

3.300

Stjörnugrís ehf

 

Annað kjöt, hlutar úr dýrum-.... 1602 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

5.000

Innnes ehf

5.400

KFC ehf

8.000

Krónan ehf