
Úthlutun á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum
02.12.2022
Laugardaginn 19. nóvember sl. rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu samkvæmt reglugerð nr. 1150/2022 fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2023. Útboðsverð tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, þ.e. jafnvægisverði. Tilboð eru samþykkt frá hæsta boði til þess lægsta innan þess magns tollkvóta sem í boði er. Samtals bárust 26 gild tilboð í tollkvótann. Nautgripakjöt í vörulið 0201/0202. Sautján tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti, samtals 1.704.051 kg. á meðalverðinu 282 kr./kg. Hæsta boð var 1.040 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tíu fyrirtækjum um innflutning á 348.000 kg. á jafnvægisverðinu 690 kr./kg. Svínakjöt í vörulið 0203. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti, samtals 1.760.000 kg. á meðalverðinu 229 kr./kg. Hæsta boð var 769 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 350.000 kg. á jafnvægisverðinu 553 kr./kg. Alifuglakjöt, í vörulið 0207. Sextán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, samtals 2.284.030 kg á meðalverðinu 294 kr./kg. Hæsta boð var 700 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 428.000 kg á jafnvægisverðinu 620 kr./kg. Alifuglakjöt lífrænt ræktað/lausagöngu, í vörulið ex0207. Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, lífrænt ræktað/lausagöngu, samtals 450.000 kg á meðalverðinu 198 kr./kg. Hæsta boð var 557 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg á jafnvægisverðinu 507 kr./kg. Kjöti og ætir hlutar af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;... í vörulið 0210. Fjórtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;..., samtals 233.000 kg. á meðalverðinu 180 kr./kg. Hæsta boð var 711 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á jafnvægisverðinu 300 kr./kg. Ostar og ystingur í vörulið 0406. Fimmtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 753.900 kg. á meðalverðinu 349 kr./kg. Hæsta boð var 1.011 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 190.000 kg. á jafnvægisverðinu 840 kr./kg. Ostur og ystingur úr vörulið ex0406 (**). Fimmtán umsóknir bárust um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi úr vörulið ex 0406 (**), samtals 872.000 kg. Á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 1150/2022 er tollkvóta úr vörulið ex0406 úthlutað með hlutkesti og er hámark úthlutunar til hvers fyrirtækis 15% af heildarmagni tollkvótans. Samtals var úthlutað 115.000 kg., til tíu fyrirtækja. (**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla. Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti.... í vörulið 1601. Fimmtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti.... úr vörulið 1601, samtals 548.800 kg. á meðalverðinu 94 kr./kg. Hæsta boð var 704 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 125.000 kg. á jafnvægisverðinu 270 kr./kg. Annað kjöt...., unnið eða varið skemmdum-... í vörulið 1602. Átján tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti..., á vörulið 1602, samtals 1.148.200 kg. á meðalverðinu 271 kr./kg. Hæsta boð var 906 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tíu fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg. á jafnvægisverðinu 700 kr./kg. Matvælaráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra: Kjöt af nautgripum, nýtt, kælt eða fryst, 0201/0202 Magn (kg) Tilboðsgjafi 100.000 Ekran ehf. 35.000 Esja Gæðafæði ehf 4.000 Garri ehf. 30.000 Innnes ehf. 24.000 Kjötmarkaðurinn ehf. 20.000 Krónan ehf 100.000 LL42 ehf 15.000 Red-Food ehf 10.000 OJK-Ísam ehf 10.000 Samkaup hf. Svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst, 0203 Magn (kg) Tilboðsgjafi 20.000 Krónan ehf 6.000 Kjötmarkaðurinn ehf 180.000 LL42 hf 144.000 Mata hf. Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst, 0207 Magn (kg) Tilboðsgjafi 46.000 Aðföng 17.000 Danól ehf 80.000 Innnes ehf 140.000 LL42 ehf. 120.000 Mata hf. 20.000 OJK – ÍSAM ehf. 5.000 Red Food Kjöt af alifuglum nýtt, kælt eða fryst, lífrænt ræktað/lausagöngu ex0207 Magn (kg) Tilboðsgjafi 95.000 Ekran ehf 5.000 Red-Food ehf Kjöt og ætir hlutar af dýrum.. 0210 Magn (kg) Tilboðsgjafi 10.000 Aðföng 10.000 Ekran ehf. 6.000 Innnes ehf. 17.000 Krónan ehf. 1.277 LL42 ehf 32 Mata ehf 4.191 OJK-Ísam ehf 1.500 Samkaup hf Ostur og ystingur 0406 Magn (kg) Tilboðsgjafi 20.500 Aðföng 5.000 Garri ehf 60.000 Innnes ehf. 29.000 Krónan ehf. 1.000 Mata ehf. 2.000 Mini Market ehf 10.000 Mjólkursamsalan 60.000 Nathan & Olsen ehf. 2.500 OKJ-Ísam ehf Ostur og ystingur ex 0406 Úthlutun gerð á gr.v. 5. gr. reglugerðar nr. 301/2022 Úthlutað magn (kg) Tilboðsgjafi 17.250 Aðföng 17.250 Dalsnes ehf. 1.000 Esja – Gæðafæði ehf 8.750 Krónan ehf. 17.250 LL42 ehf. 3.000 Market ehf. 17.250 Mata hf 1.000 Mini Market ehf. 15.000 OJK-Ísam ehf. 17.750 Stjörnugrís ehf. Pylsur og þess háttar vörur 1601 Magn (kg) Tilboðsgjafi 7.000 Aðföng 15.000 Ekran ehf 500 Filipino Store ehf. 3.000 Innnes ehf. 9.000 Krónan ehf 30.000 Market ehf. 50.000 Mini market ehf. 8.000 OJK – ÍSAM ehf 2.500 Samkaup hf. Annað kjöt, hlutar úr dýrum-.... 1602 Magn (kg) Tilboðsgjafi 21.381 Aðföng 15.000 Ekran ehf 10.000 Esja Gæðafæði ehf. 15.000 Garri ehf 100.000 Innnes ehf. 20.000 Krónan ehf 10.000 Mini Market ehf. 1.974 OJK-Ísam ehf 1.645 Samkaup hf. 5.000 Stjarnan ehf