Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Útgjöld til mat- og drykkjarvörukaupa hlutfallslega lægst í hálaunalöndum

07.01.2009

Íslendingar verja 14,6% af útgjöldum heimilanna (án eigin húsnæðis) til matar- og drykkjarvörukaupa. Hlutfallið er lægra en í mörgum okkar nágrannalöndum og sem fyrr eru það ríki Austur-Evrópu sem eyða hlutfallslega mest af sínum tekjum í mat og drykkjarvörur. 

Það er Hagstofa Evrópu sem safnar upplýsingum um verðlag og útgjöld neytenda í löndum Evrópska efnahagssvæðisins auk fleiri landa sem stefna á ESB-aðild, s.s. Króatíu og Tyrklands. Samanburður á útgjöldum er gerður án útgjalda vegna eigin húsnæðis. Þegar útgjöld til matar- og drykkjarvörukaupa eru skoðuð sem hlutfall af heildarútgjöldum samkvæmt vísitölu neysluverðs án eigin húsnæðis á árinu 2008 var Ísland í 9. sæti. Lægst er hlutfallið í Sviss  eða 10,7%, í Bretlandi 10,9% en þar er ekki virðisaukaskattur á matvöru, og í Luxemborg 11,2%. Noregur er í 6. sæti (13.3%) og Ísland er síðan í 9. sæti með 14,6% af útgjöldum (án eigin húsnæðis) til matar- og drykkjarvörukaupa. Á hæla okkar koma síðan Svíþjóð (15%), Finnland (15,4%) og Danmörk (15,5%).
/EB tók saman