
Útflutningur Bandaríkjanna eykst
14.06.2017
Undanfarið hefur dollarinn verið að veikjast nokkuð og hefur það styrkt stöðu bandarískra útflutningsfyrirtækja. Þetta kemur m.a. fram í útflutningstölum frá því í apríl sl. en í þeim mánuði nam t.d. útflutningur mjólkurvara 162 þúsund tonnum en það er 12% aukning í samanburði við apríl í fyrra. Sé horft til verðmæta útflutningsins þá jukust tekjurnar um 23% í samanburði við apríl í fyrra sem skýrist af bæði genginu og hærra heimsmarkaðsverði á helstu mjólkurvörum.
Það er áhugavert að skoða hvernig útflutningurinn skiptist á milli einstakra tegunda en umfangsmesti hluti útflutningsins er mjólkur-, undanrennu- og mysudufti sem stóð undir rúmum 100 þúsund tonnum en t.d. smjör, sem selst á háu verði nú um stundir, var nánast ekkert flutt úr landi. Skýringin er m.a. sú að í Bandaríkjunum er afar mikil notkun á smjöri og þrátt fyrir mikinn útflutning, eins og hér að ofan sést, þá er töluvert flutt til landsins af smjöri. Stærsti einstaki kaupandi mjólkurvara frá Bandaríkjunum er Kína/SS.