Útflutningur á brasilísku nautakjöti minnkar ört.
06.06.2006
Útflutningur á nautakjöti frá Brasilíu fer ört minnkandi, vegna gin- og klaufaveiki sem geisar í nokkrum héruðum landsins.
Í apríl minnkaði útflutningurinn um 14%, fór niður í 194.000 tonn. Fulltrúar félags írskra kjötframleiðenda hafa nýlega verið í Brasilíu til að kanna varnir og aðgerðir gegn sjúkdómnum. Formaður félagsins staðfestir að þær séu allar í skötulíki, þannig að hættan á að sjúkdómurinn berist til Evrópu sé umtalsverð.
Blandað er saman bólusettum gripum og óbólusettum, gripir eru fluttir hindrunarlaust til svæða sem ESB hefur viðurkennt sem laus við sjúkdóminn og kjötverð er hærra.
Á 10 af 11 bújörðum sem heimsóttar voru, var engin skráning og prófanir á gripunum . Á þeirri einu sem slíkt var viðhaft, var hún svo brotakennd að hún
yrði vart tekin gild nokkurs staðar./ www.landbrugsavisen.dk