Útflutningsverðmæti nokkurra mjólkurafurða
08.08.2008
Það sem af er þessu ári hefur verið flutt út nokkurt magn mjólkurafurða. Mest hefur farið af undanrennudufti, tæp 600 tonn, af smjöri rúm 220 tonn og af skyri hafa verið flutt út tæp 75 tonn. Magn og verðmæti eftir mánuðum má sjá í töflunni hér að neðan. Unnt er að sjá ýtarlegri skiptingu með því að smella hér.
2008 | 04061001 Skyr | 04021000 Undanrennuduft | 04051000 Smjör | |
Janúar | Kg | 9.548 | 0 | 80.745 |
– | Fob verð kr | 2.977.413 | 0 | 21.183.278 |
– | Verð á kg | 311,84 | 0 | 262,35 |
Febrúar | Kg | 14.444 | 25.000 | 0 |
– | Fob verð kr | 5.292.774 | 5.444.175 | 0 |
– | Verð á kg | 366,43 | 217,77 | 0 |
Mars | Kg | 11.404 | 50.000 | 37.000 |
– | Fob verð kr | 4.494.908 | 9.646.335 | 9.502.870 |
– | Verð á kg | 394,15 | 192,93 | 256,83 |
Apríl | Kg | 11.716 | 50.000 | 99.975 |
– | Fob verð kr | 4.434.215 | 9.402.792 | 28.701.556 |
– | Verð á kg | 378,48 | 188,06 | 287,09 |
Maí | Kg | 13.498 | 71.530 | 0 |
– | Fob verð kr | 5.468.443 | 16.606.898 | 0 |
– | Verð á kg | 405,13 | 232,17 | 0 |
Júní | Kg | 13.964 | 400.000 | 5.025 |
– | Fob verð kr | 7.247.356 | 73.348.344 | 2.006.766 |
– | Verð á kg | 519,00 | 183,37 | 399,36 |
Veiking krónunnar á fyrri hluta ársins kemur greinilega fram í verði á skyri og smjöri, sem er orðið bærilegt. Duftið veldur hins vegar meiri vonbrigðum, þar sem heimsmarkaðsverð á því hefur verið nokkuð stabílt það sem af er ári í erlendri mynt og hefði því átt að hækka í ISK. Þess sér hins vegar ekki stað hér, hverju svo sem það er um að kenna.
Þessi listi er ekki tæmandi en dekkar þó langstærstan hluta af útflutningi mjólkurafurða.
Heimild: Hagstofa Íslands