Beint í efni

Útboðsgögn vegna áburðar

12.03.2010

Í yfirlýsingu frá Fóðurblöndunni hf sem birt var hér á naut.is sl. miðvikudag segir að „urðu starfsmanni Fóðurblöndunnar á þau mistök að setja áburðarverð fram án virðisaukaskatts eins og alltaf hefur tíðkast við þessi útboð, en sú breyting varð að nú áttu þau að vera verð með virðisaukaskatti„. Í útboðsgögnum frá Ríkiskaupum frá árinu 2008 og 2002 vegna áburðarkaupa ríkisstofnana, kemur skýrt fram að verð eigi að vera með vsk. Það er því engin nýlunda að verð skuli vera með vsk. Það er eindregin skoðun Landssambands kúabænda að Fóðurblandan hf. skuldi viðskiptamönnum sínum að minnsta kosti afsökunarbeiðni vegna þessara rangfærslna.