Beint í efni

Útboð á fjósinu á Hvanneyri framundan

24.02.2003

Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslu ríkisins er stefnt að því að bjóða út byggingu á nýju kennslu- og rannsóknafjósi seinnipartinn í mars. Undirbúningsvinna hefur gengið vel og er þessa dagana verið að leggja lokahönd á grunngögn vegna útboðsins. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að semja við verktaka um byggingu fjóssins í maí og að fjósið verði afhent fullbúið til notkunar ári síðar, eða í maí 2004.