Útboð á áburðarkaupum Landgræðslunnar og Vegagerðarinnar
04.02.2011
Svo sem venja er til hafa Ríkiskaup boðið út áburðarkaup fyrir Landgræðslu ríkisins og Vegagerðarinnar. Í útboðslýsingu kemur fram að áburðarkaup þessara stofnana séu um 900 tonn og óskast áburðurinn afhentur á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní n.k. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 11. febrúar n.k. Landssambandi kúabænda telur eðilegt að þeir áburðarsalar sem skila inn tilboði fyrir þann tíma, birti þá einnig verðskrár til bænda vegna áburðarkaupa þeirra. Tilboð verða opnuð 18. febrúar n.k. kl. 11 árdegis.
Auglýsing Ríkiskaupa vegna áburðarkaupa Landgræðslunnar og Vegagerðarinnar.