USA: Gríðarleg aukning í ostasölu hjá Domino’s
18.11.2011
Árið 2010 jókst sala á osti hjá bandaríska flatbökufyrirtækinu Domino’s um heil 23% en um fjórðungur bandarískrar ostaframleiðslu fer á flatbökur. Það hlutfall færi nú ört vaxandi. Er það m.a. þakkað starfi Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins þar vestra, Dairy Management Inc. Markaðsnefndin hefur á síðustu þremur árum sett um 30 milljónir dollara í markaðsverkefni í samstarfi við Domino’s. Í kjölfarið hefur fyrirtækið ákveðið að nota ýmsa sérosta, á borð við feta og parmesan á hinar dýrari flatbökurnar á matseðlinum. Dæmi um það er „Wisconsin-6 cheese pizza“ sem inniheldur 82% meira af osti en hefðbundin flatbaka.
Heimild: Dairy Industry Newsletter