Beint í efni

Úr mykju í vetni

09.02.2018

Toyota er nú að setja upp afar áhugaverða eldsneytisverksmiðju í fylkinu Kaliforníu í Bandaríkjunum en í þessari verksmiðju verður í raun mykju breytt í vetni! Það er svo sem ekki nýjung að nýta orkuna úr mykju sem orkugjafa fyrir vélar, en Toyota ætlar s.s. að framleiða gas úr mykju og keyra með því vélar sem framleiða vetni. Þetta verkefni er hluti af umhverfisáætlun Toyota en í dag er fyrirtækið þegar í vetnisframleiðslu en notar til þess jarðgas, sem næst sem kunnugt er með borun og efnavinnslu. Toyota vill hinsvegar gera orkuframleiðsluna „grænni“ með því að nota mykju og reyndar einnig margskonar úrgang frá landbúnaði.

Hin nýja vetnisverksmiðja mun verða starfhæf árið 2020 og mun hún anna vetnisþörf 1.500 farartækja, en auk þess verður framleitt rafmagn sem á að duga fyrir alla notkun 2.350 húsa/SS.