Beint í efni

Úr kúabúskap í avókadóframleiðslu!

04.08.2017

Fleiri og fleiri kúabú í nánd við borgina Auckland í Nýja-Sjálandi hafa nú skipt út kúnum sínum og tekið upp ræktun á avókadó ávextinum í staðinn! Eftirspurnin eftir þessum sérstaka ávexti er stöðugt vaxandi og þykir landsvæðið þarna í norðurhluta landsins afar heppilegt til þessarar framleiðslu. Fyrir bændum er þetta einfalt reikningsdæmi og þegar þeir skoða framlegð af hverjum hektara standa avókadótrén sig einfaldlega betur en kýrnar.

Enn sem komið er, eru þessar breytingar á fáum kúabúum engin ógn við mjólkurframleiðslu landsins enda eru í dag ekki nema 4 þúsund hektarar nýttir fyrir avókadóframleiðslu, en þessi tala mun s.s. hækka eitthvað á komandi árum ef fram fer sem horfir. Stefnt er að því að avókadó framleiðsla Nýja-Sjálands verði fjórða umfangsmesta ávaxtaframleiðsla landsins eftir fimm ár, á eftir kíwí, vínberjum og eplum/SS.