Úr básafjósi í lausagöngu
30.07.2016
Norska fagtímaritið Buskap inniheldur mjög oft áhugaverðar greinar og fræðsluefni sem á erindi við íslenska kúabænda jafnt sem þá norsku. Í fimmta tölublaði þessa árs er umfangsmikil umfjöllun um hönnun fjósa og sérstök áhersla lögð á umskiptin frá básafjósi í lausagöngu og m.a. hvernig nýta megi hið gamla básafjós áfram sem hluta af nýrri lausn.
Buskap er gefið út af ræktunarfélaginu GENO og á heimasíðu þess má nú nálgast margar áhugaverðar teikningar af fjósum, þeim hinum sömu og fjallað er um í umræddu blaði. Með því að smella hér getur þú m.a. lesið Buskap á netinu, en hlekkurinn leiðir þig á fimmta tölublað þessa árs. Með því að smella hér ferðu hins vegar inn á heimasíðu GENO þar sem m.a. má skoða teikningar af sex ólíkum lausnum sem sýna breytingar úr básafjósi í lausagöngu/SS.