
Upptökur frá setningu Búnaðarþings 2018
08.03.2018
Upptökur á ræðum þeirra Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, og Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á setningarathöfn Búnaðarþings 2018 eru nú aðgengilegar. Einnig má hér horfa á Meri Remes flytja kveðju til íslenskra bænda á setningarathöfninni frá norrænum bændasamtökum. Hún flutti ræðu sína á íslensku, en hún dvaldi um hríð hjá bændunum í Keldudal í Skagafirði.
Sindri Sigurgeirsson flutti setningarræðu Búnaðarþings 2018. Hann ræddi þar meðal annars sanngjörn starfsskilyrði, sem væri málefni sem brynni á bændum um þessar mundir, og fór yfir möguleg viðbrögð við EFTA-dómnum frá því í nóvember síðastliðnum.
Kristján Þór Júlíusson sagði í sinni ræðu að mótvægisaðgerðir væru nauðsynlegar vegna EFTA-dóms. Varðandi væntanlegar tollabreytingarnar, sem taka gildi 1. maí næstkomandi og koma að fullu til framkvæmda 2012, sagði Kristján að sjálfsagt sé að taka hugmyndir Bændasamtaka Íslands um viðbrögð við áhrifum samningsins til skoðunar. Samningarnir fælu hins vegar í sér mikil tækifæri fyrir bæði neytendur en ekki síður íslenskan landbúnað.