Beint í efni

Upptökur af Sunnusalsfundi aðgengilegar á vefnum

09.12.2008

Miðvikudaginn 10. des. sl. var haldinn fjölmennur fundur um íslenskan landbúnað og Evrópusambandið. Haraldur Benediktsson formaður BÍ hélt erindi um afstöðu Bændasamtakanna í umræðunni um ESB. Hann ítrekaði að það ætti að vera þjóðinni metnaðarmál að framleiða eigin matvæli og að ekki mætti fórna landbúnaðinum og láta tímabundna erfiðleika villa mönnum sýn. Að sögn Haraldar er vaxandi áhugi á umræðum um ESB meðal bænda en fæstir þeirra sjá tækifæri sín þar innandyra.

Gestur fundarins var Christian Anton Smedshaug frá norsku bændasamtökunum en hann skýrði frá baráttu gegn aðild Noregs að Evrópusambandinu sem háð hefur verið með góðum árangri allt frá árinu 1972.

Hér á vefnum má nálgast upptökur af erindum Haraldar og Christians. Glærusýningar þeirra eru einnig aðgengilegar á pdf-skjölum. Beðist er velvirðingar á að myndgæðin á upptökunum eru ekki eins og best verður á kosið.

Vefupptaka af fundinum - nýr gluggi

Erindi Haraldar Benediktssonar - pdf

Erindi Christian Anton Smedshaug - pdf