Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Uppskerubrestur í kornframleiðslu A-Evrópulanda

02.07.2003

Allt útlit er fyrir að heimsframleiðslan á korni (hveiti til manneldis og fóðurkorn fyrir skepnur) sé að minnka verulega. Skýringuna er fyrst og fremst að finna í Úkraínu, en þar er útlit fyrir alvarlegan uppskerubrest og líkur á því að enginn útflutningur verði í ár. Þá hafa kornbændur í Rússlandi lent í miklum hremmingum vegna þurrka.

Þrátt fyrir uppskerubrest í Rússlandi, er ekki útlit fyrir að kornframleiðslan í ár verði minni en undanfarin ár, þar sem bændur þar í landi höfðu stóraukið framleiðsluna í vor. Í stað verulegrar aukinnar framleiðslu verður því staðan áþekk.

 

Framleiðsla á korni í Evrópusambandinu minnkar líklega um 0,6% í ár og þar sem birgðastaða á korni í heiminum er lág fyrir, er allt útlit fyrir hækkandi verð á korni er líður á árið.