Beint í efni

Uppskerubrestur í kornframleiðslu A-Evrópulanda

02.07.2003

Allt útlit er fyrir að heimsframleiðslan á korni (hveiti til manneldis og fóðurkorn fyrir skepnur) sé að minnka verulega. Skýringuna er fyrst og fremst að finna í Úkraínu, en þar er útlit fyrir alvarlegan uppskerubrest og líkur á því að enginn útflutningur verði í ár. Þá hafa kornbændur í Rússlandi lent í miklum hremmingum vegna þurrka.

Þrátt fyrir uppskerubrest í Rússlandi, er ekki útlit fyrir að kornframleiðslan í ár verði minni en undanfarin ár, þar sem bændur þar í landi höfðu stóraukið framleiðsluna í vor. Í stað verulegrar aukinnar framleiðslu verður því staðan áþekk.

 

Framleiðsla á korni í Evrópusambandinu minnkar líklega um 0,6% í ár og þar sem birgðastaða á korni í heiminum er lág fyrir, er allt útlit fyrir hækkandi verð á korni er líður á árið.