Beint í efni

Uppskeran lítil í Kanada

31.07.2014

Vegna ótíðar nú í sumar sjá nú kanadískir bændur fram á að uppskeran í ár verði ein sú minnsta í áratugi og lítur t.d. út fyrir að fara þurfi allt aftur til ársins 1982 til þess að finna jafn dapurt byggræktarár í landinu. Vegna úrkomu hefur víða flætt yfir akra og hafa vorsáðu afbrigðin þolað illa tíðarfarið. Korn sem sáð var síðasta haust, eins og vetrarrepja og vetrarhveiti, hefur staðið sig heldur betur.

 

Kanadíska landbúnaðarráðuneytið metur það svo að heildar uppskeran á korni í ár verði 71,2 milljónir tonna eða nærri 19 milljón tonnum minna en í fyrra og sem svarar til um fimmtungs minni uppskeru! Mesti samdrátturinn er eins og áður segir í bygginu þar sem stefnir í nærri 30% minni uppskeru í ár en í fyrra og þá lítur út fyrir að hveitiuppskeran verði nærri fjórðungi minni en í fyrra. Aðrar kornakrar með öðrum tegundum eins og olíurepju og maís munu einnig skila minni uppskeru í ár í Kanada/SS.