Beint í efni

Uppselt í 9. Agrómekferðina!

04.01.2006

Alls munu 60 manns halda í víking til Danmerkur sunnudaginn 16. janúar nk. í hina árlegu Agrómek-ferð. Uppselt er í ferðina, en benda má á að Vélaver stendur einnig fyrir ferð sem stendur frá sunnudegi og fram á þriðjudagskvöld og kostar hún aðeins kr. 15.000 pr. mann (flug, ferðir og gisting innifalið). LK bendir kúabændum á að kynna sér þennan valkost ef áhugi er á að fara með ódýrum hætti á Agrómek-sýninguna 2006.