
Upplýsingar um kórónuveiru og áhrif á starfsemi bænda
14.01.2022
Bændasamtök Íslands fylgjast náið með þróun mála vegna áhrifa kórónuveirunnar á landbúnað og starfsemi bænda.
BÍ hafa sett á fót viðbragðsteymi sem hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir bænda, vera í samskiptum við stjórnvöld og miðla upplýsingum um það sem varðar landbúnað.
Nýlega var ákveðið að mildari reglur gildi í sóttkví fyrir þau sem hafa fengið annað hvort þrjá skammta af bóluefni eða sýkst af COVID-19 og fengið að auki tvo skammta af bóluefni. Þeim er m.a. heimilt að sækja vinnu en verða að bera grímu.
Þau eru skráð í sóttkví og verða að fara í PCR á fimmta degi eftir útsetningu. ATH. að einstaklingur sem er í sóttkví á heimili þar sem einhver er smitaður er sífellt útsettur fyrir Covid og ákveðin áhætta fólgin í því að viðkomandi mæti til vinnu.
Athugið að ef einstaklingur er ekki með þessa þrennu sem nefnd er að ofan og brýn þörf er á vinnu viðkomandi á meðan hann er í sóttkví, þá þarf að sækja um vinnusóttkví fyrir hann eins og áður. Leiðbeiningar um vinnusóttkví eru hjá embætti landlæknis og neðst á síðunni eru leiðbeiningar um umsóknir.
Allar helstu upplýsingar um bólusetningar er að finna á https://www.covid.is/vax á 16 tungumálum, þar á meðal um övrunarskammtinn, skráningu einstaklinga sem ekki eru með kennitölur, hvernig fólk skal snúa sér ef það hefur fengið einn skammt erlendis o.s.frv.
Mikilvægt er að halda þessum rétti á lofti við alla sem hingað koma til að vinna.
Hér á síðunni eru birtir tenglar á umfjöllun um kórónuveiruna og áhrif hennar á líf okkar og störf. Það er mikilvægt að fólk leiti upplýsinga hjá þeim stofnunum sem hafa með málin að gera og fari eftir ráðgjöf sérfræðinga. Upplýsingar eru uppfærðar mjög reglulega hjá Almannavörnum og öðrum viðbragðsaðilum og forsendur breytast dag frá degi.
Spurt & svarað
Upplýsingar um bólusetningar:
- íslenska
- enska
- pólska
- rússneska
Nýjar reglur um sóttkví janúar 2022
Kórónuveiran og framboð fóðurs og áburðar
Kórónuveiran og framleiðsla grænmetis og dýraafurða
Smitvarnir og öryggisráðstafanir fyrir bændur og frumframleiðendur
Ráðleggingar fyrir afleysingafólk í landbúnaði
Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19
Afleysingaþjónusta BÍ og búnaðarsambanda vegna COVID-19
Upplýsingavefir um kórónuveiruna, áhrif hennar og viðbrögð:
- Embætti landlæknis, www.landlaeknir.is
- Landspítalinn, www.landspitali.is
- Leiðbeiningar til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu
- Matvælastofnun, www.mast.is
- Ríkislögreglustjóri – Almannavarnadeild, www.almannavarnir.is
- Viðspyrna fyrir Ísland - efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 faraldurs
- Upplýsingasíða um Covid, www.covid.is/
- Upplýsingasíða dAton um útbreiðslu og stöðu COVID-19 um allan heim, www.daton.is/covid19
Ráðgjöf og smitvarnir í landbúnaði
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins veitir sérhæfða ráðgjöf til bænda, s.s. um viðbragðsáætlanir, smitvarnir, rekstrarráðgjöf o.fl.
- Ráðleggingar fyrir afleysingafólk í landbúnaði
- Smitvarnir vegna COVID-19
- Rekstrar- og fjármálaráðgjöf RML
Fréttir um kórónuveiru, landbúnað og matvælaframleiðslu
30. júlí 2020: Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí
22. apríl 2020: Sauðburður og COVID-19
10. apríl 2020: Kórónutímar: Alls staðar er nóg af mat segja Íslendingar í Noregi, Belgíu og Kúveit
8. apríl 2020: Skráning afurðatjóns vegna COVID-19
6. apríl 2020: Um 100 skráðir í bakvarðasveit bænda
2. apríl 2020: Kjötvinnslur reyna að laga sig að breyttu umhverfi og minni umsvifum á markaði
2. apríl 2020: Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra
2. apríl 2020: Landbúnaður á tímum fæðuöryggis
2. apríl 2020: Sýklalyfjaónæmi gæti verið meðvirkandi ástæða fyrir dauða af völdum COVID-19
1. apríl 2020: Afleysingaþjónusta vegna COVID-19
31. mars 2020: Myndrænar leiðbeiningar vegna COVID-19 - hvað má og hvað ekki?
27. mars 2020: Aðgerðir til að mæta áhrifum COVID-19 á landbúnað og sjávarútveg
26. mars 2020: Hlaðvarp Bændablaðsins: Er fæðuöryggi okkar tryggt á tímum kórónuveirunnar?
24. mars 2020: Faraldurinn hefur mikil áhrif á líf og störf bænda
24. mars 2020: RML: Smitvarnir vegna COVID-19
24. mars 2020: Skipulag til að tryggja matvælaframleiðslu
23. mars 2020: Óskað eftir dýralæknum á útkallslista
21. mars 2020: Mast uppfærir upplýsingar um kórónuveiruna og dýr
21. mars 2020: Viðspyrna fyrir Ísland - efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 faraldurs
20. mars 2020: Laun allt að 400 þúsund krónum að fullu tryggð
20. mars 2020: RML gefur út grunn að viðbragðsáætlunum
20. mars 2020: Kórónuveiran hefur víðtæk áhrif á landbúnað á Norðurlöndunum
20. mars 2020: Áhrif COVID-19 á íslenskan landbúnað og sjávarútveg rædd í ríkisstjórn
20. mars 2020: Takmarkað aðgengi og farið að tilmælum landlæknis
19. mars 2020: Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19
19. mars 2020: Bændur þurfa að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar
19. mars 2020: Samfélagshlutverk bænda aldrei mikilvægara
18. mars 2020: Ungir bændur hvattir til að stíga fram vegna COVID-19
17. mars 2020: Afleysingaþjónusta fyrir bændur vegna COVID-19
17. mars 2020: Mörg mál í deiglunni hjá BÍ
17. mars 2020: Öll afgreiðsla Lífeyrissjóðs bænda tímabundið á netinu
16. mars 2020: Tilmæli frá Auðhumlu til mjólkurframleiðenda
16. mars 2020: Snorri Sigurðsson deilir reynslu sinni af COVID-19 í Kína
13. mars 2020: Bændasamtökin mæla með því að takmarka heimsóknir á bú
13. mars 2020: Aðalfundi Landssambands kúabænda frestað
11. mars 2020: Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta
11. mars 2020: Takmarkað aðgengi og farið að tilmælum landlæknis
11. mars 2020: Árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda aflýst
Sálgæsla og áfallahjálp
Áhyggjur vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og afleiðinga hennar eru smám saman að aukast. Það er mikilvægt að huga að náunganum í aðstæðum sem þessum. Hringjum í nágranna, höfum samband við vini og ættingja, bjóðum fram aðstoð ef hægt er og verum til staðar fyrir okkar nánustu. Margskonar þjónusta er í boði sem getur gagnast til þess að komast í gegnum erfiðleika.
- Hjálparsími og netspjall Rauða krossins
- Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
- Hjálparstarf kirkjunnar
Þjóðkirkjan er með presta víða um landið sem sinna m.a. sálgæsluþjónustu. Sú þjónusta er að sjálfsögðu áfram í boði hjá prestum, í þessu ástandi sem nú er, þó helgihald falli að miklu leyti niður. Hér má sjá lista yfir sóknir og hægt að finna hvaða prestur eða kirkja er næst á hverjum stað. Einfaldast er að hafa samband við presta ef á þarf að halda.
Aðrir gagnlegir tenglar og upplýsingaveitur
- Alþýðusamband Íslands: Réttindi launafólks í veikindum eða sóttkví
- Auðhumla: Tilmæli til mjólkurframleiðenda vegna COVID-19
- Krabbameinsfélagið: COVID-19 og krabbameinssjúkir
- Starfsgreinasambandið: Laun í sóttkví
- Samtök atvinnulífsins: Ýmsar upplýsingar
- Vinnueftirlitið: Leiðbeiningar vegna COVID-19 og forvarnir á vinnustöðum
- Vinnumálastofnun: Atvinnuleysisbætur og önnur úrræði á vinnumarkaði
- VR: Upplýsingar til félagsmanna vegna COVID-19
Viðbragðsteymi Bændasamtaka Íslands
Gunnar Þorgeirsson, BÍ, gunnar@bondi.is
Vigdís Hӓsler, BÍ, vigdis@bondi.is
Unnsteinn Snorri Snorrason, BÍ, unnsteinn@bondi.is
Erla Hjördís Gunnarsdóttir, BÍ, ehg@bondi.is
Almennum spurningum er varðar kórónuveiruna og landbúnað er svarað í gegnum netfangið bondi@bondi.is
Athugasemdir við efni síðunnar, viðbætur eða aðrar upplýsingar sendist á netfangið ehg@bondi.is