Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Upplýsingar um jarðræktarstyrki á Bændatorginu

04.01.2013

Þann 28. desember sl. voru jarðræktarstyrkir vegna ræktunar ársins 2012 greiddir út til bænda. Styrkirnir eru greiddir úr sjóði sem er fjármagnaður af búnaðarlagasamningi, mjólkursamningi og sauðfjársamningi. Styrkurinn nam 13.350 kr. á fyrstu 20 ha, en 8.900 kr. á ræktun frá 20 – 40 ha. Ræktun umfram 40 ha var ekki styrkt.

Upplýsingar um jarðræktarstyrkina geta bændur nú nálgast á Bændatorginu. Umsókn um styrk, úttekt ráðunautar og bréf dagsett 3. janúar 2013 um staðfestingu þess að viðkomandi hefur hlotið styrk, hversu háan og inn á hvaða reikning hann hefur verið lagður.

Upplýsingar um jarðræktarstyrkina munu einnig koma fram á skattyfirliti bænda sem þeir geta einnig nálgast á Bændatorginu. Skattyfirlitið verður sent bréfleiðis til allra bænda í febrúar, en bréf vegna jarðræktarstyrkja verða eingöngu aðgengileg á Bændatorginu þar sem bændur geta prentað þau út, vilji þeir það. Þetta fyrirkomulag sparar Bændasamtökunum umtalsverðan kostnað.

Þeir bændur sem ekki hafa aðgang að Bændatorginu eru hvattir til að útvega sér hann með því að nýskrá sig á forsíðu Bændatorgsins með því að smella hér. Þá er nauðsynlegt að hafa aðalveflykil ríkisskattsstjóra við hendina til auðkenningar.

Í þeim tilfellum sem það er ekki raunhæft munu Bændasamtökin að sjálfsögðu senda bréfið póstleiðis sé þess óskað.