Upplýsingar um dýralyf uppfærðar
09.06.2009
Verðskrá dýralyfja hér á vefnum hefur verið uppfærð. Verð þeirra hefur hækkað mjög á undanförnu ári, í takt við veikingu gengis. Verðupplýsingarnar eru fengar frá Lyfjagreiðslunefnd. Þá hafa upplýsingar frá Lyfjastofnun um lyfin sjálf verið uppfærðar.
Í töflunni eru tveir dálkar, í þeim fremri er hámarks heildsöluverð til dýralækna og í þeim aftari er hámarks smásöluverð á dýralyfjum.
Það vekur athygli að flest af skráðu lyfjunum sem hér um ræðir hafa verið mjög lengi á markaði, sum í áratugi.
Á heimasíðu Lyfjagreiðslunefndar kemur svo fram að „af gefnu tilefni skal áréttað að álagning á lausasöludýralyf er ekki frjáls, þau eru með hámarks smásöluverð sem ber að virða“.
Til frekari fróðleiks má benda á að dýrasta mannalyfið er Remodulin. Sk. greiðsluþátttökuverð Lyfjagreiðslunefndar á 20 ml hettuglasi er 5.908.401 kr. Það ætti að vera skikkanleg framlegð af slíkum varningi.