Beint í efni

Upplýsingar um Búgreinaþing Bændasamtakanna 2023

12.01.2023

Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík 22. og 23. febrúar 2023.  

DAGSKRÁ

22.febrúar

Kl 11:00
Þingsetning - Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Ávarp - Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra
Kynning Náttúruhamfaratrygginga Íslands

Kl 11:30
Hádegismatur
Kynning á samstarfsvettvangi BÍ og SAFL

Kl 12:30
Sameiginlegur fundur allra búgreinadeilda

Kl 17:00
Fundum búgreinadeilda lýkur

Kl 19:00
Hátíðarkvöldverður

23.febrúar

Kl 9:00
Fundum fram haldið í deildum sauðfjár- og nautgripabænda

Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á Búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir/reglur búgreinadeildar tiltaki annað.  Fullgildir félagsmenn í BÍ eru þeir einstaklingar og lögaðilar sem skráðir eru í samtökin, hafa skráð veltu síns búrekstrar og skulda ekki gjaldfallin félagsgjöld nú um áramót.

INNSENDING TILLAGNA FYRIR BÚGREINAÞING

Allir fullgildir félagar í Bændasamtökum Íslands geta sent inn tillögur á Búgreinaþing.

-SKILAFRESTUR VAR TIL 1. FEBRÚAR 2023-

SETA Á BÚGREINAÞINGI

Búgreinadeildir nautgripabænda og sauðfjárbænda stóðu fyrir kosningu búgreinaþingsfulltrúa. Niðurstöður kosninganna má sjá á hlekk hér að neðan. Þá voru fulltrúar deildar Skógarbænda, kosnir á sér fundum.  Allar aðrar búgreinadeildir geta skráð sig hér að neðan.  

Hér má sjá þá sem hlutu kjör sem fulltrúar sauðfjárbænda og nautgripabænda til setu á Búgreinaþingi BÍ 2023

Skráningu er lokið á Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands 2023 er lokið. Hægt er að hafa samband við sína deild fyrir frekari upplýsingar. Allir sem skráðu sig fá staðfestingu á næstu dögum.  

UPPLÝSINGAR FYRIR FULLTRÚA

Gisting:

Hótel Natúra er nú uppbókað.  Þau herbergi sem tekin voru frá fyrir þingið eru nú öll upbókuð og hótelið fullt.  Því þurfa fulltrúar að leita sér gistingar annarsstaðar.  Má benda á ýmsar vefsíður til að kanna framboð, eins og t.d. dohop.is eða hotels.com.

Ferðalög - Ferðakostnaður

Þingfulltrúar bóka sér sjálfir ferðir á eigin kostnað. Ferðakostnaður fæst í sumum tilfellum endurgreiddur að hluta eða öllu leiti í samræmi við ákvarðanir stjórnar Bændasamtaka Íslands.  Verður skráðum og staðfestum þingfulltrúum sendar leiðbeiningar um hvernig sækja beri um endurgreiðsluna.  


FUNDIR BÚGREINADEILDA Í AÐDRAGANDA BÚGREINAÞINGS

Í aðdraganda Búgreinaþings héldu nokkrar búgreinadeildir opna fundi fyrir félagsmenn þar sem farið var yfir ýmis málefni tengt starfsemi deildanna.  Hér má sjá yfirlit yfir fudina sem voru haldnir.   

Deild kúabænda 

Upplýsingafundur um fyrirkomulag Búgreinaþings Nautgripabænda BÍ var haldinn föstudaginn, 13. janúar 2023. Glærur fundarinns má finna á félagssíðu Bændatorgsins. 

Deild sauðfjárbænda 

Deild sauðfjárbænda hélt þrjá fundi um mismunandi málefni í aðdraganda búgreinaþings.  FFndarglærur og upptökur af fundunum má finna á Bændatorginu undir félagssíðu. 

Dagskráin var sem hér segir

10. janúar - Framleiðsla og sala & Framundan í félagsstarfinu
17. janúar - 
Búvörusamningar og Áherslur í endurskoðun
24. janúar - Framgangur verkefna og áherslur í starfi


Deild Skógarbænda

Stjórn SkógBÍ héldu svæðaskipta fjarfundi í aðdraganda Búgreinþings.  

Dagskrá

Farið verður yfir hvað stendur til á Búgreinaþinginu
Kosnir verða fulltrúar á þingið af viðkomandi svæði
Leggja má fram tillögur fyrir Búgreinaþingið
Önnur mál

Fundartími fundanna fimm eru þessir (smelltu á fundartíma til að komast inn á fundina):
Austurland 23.janúar (mán) kl 20:00  (5 fulltrúar á Búgreinaþing)
Suðurland 23.janúar (mán) kl 21:00  (4 fulltrúar á Búgreinaþing)
Norðurland 24.janúar (þri) kl 20:00  (6 fulltrúar á Búgreinaþing)
Vesturland 24.janúar (þri) kl 21:00  (4 fulltrúar á Búgreinaþing)
Vestfirðir 25.janúar (mið) kl 20:00  (1 fulltrúi á Búgreinaþing)