
Upplýsingafundur vegna Grímsvatnagossins
07.06.2011
Upplýsingafundur um afleiðingar og úrræði vegna öskufalls úr Grímsvatnagosinu verður haldinn miðvikudaginn 8. júní í matsal Kirkjubæjarskóla. Fundurinn hefst kl. 14:00.
Meðal annars verður fjallað um efnainnihald og áhrif gosösku á gróður og heyöflun, endurræktun, áburðargjöf, heymiðlun, afrétti og beitarlönd, heilbrigði búfjár o.fl.
Eftirtaldar stofnanir koma að fundinum:
Búnaðarsamband Suðurlands
Bændasamtök Íslands
Landgræðslan
Matvælastofnun
Landbúnaðarháskóli Íslands
Meðal annars verður fjallað um efnainnihald og áhrif gosösku á gróður og heyöflun, endurræktun, áburðargjöf, heymiðlun, afrétti og beitarlönd, heilbrigði búfjár o.fl.
Eftirtaldar stofnanir koma að fundinum:
Búnaðarsamband Suðurlands
Bændasamtök Íslands
Landgræðslan
Matvælastofnun
Landbúnaðarháskóli Íslands