Beint í efni

Upplýsingafundur um Matvælasjóð í dag kl.12

15.09.2020

Matvælasjóður er byrjaður að taka við umsóknum og af því tilefni er boðið til upplýsingarfundar um sjóðinn og umsóknir. Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar sjóðsins, situr fyrir svörum.

Fundurinn hefst á því að hún fer yfir algengar spurningar sem sjóðurinn hefur fengið og mun í kjölfarið taka við spurningum í gegnum streymið sem finna má hér fyrir neðan:

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.
Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Ráðstöfunarfé Matvælasjóðs samanstendur af fjárveitingu af fjárlögum hverju sinni og öðrum tekjum eftir því sem þeim er til að dreifa.