Beint í efni

Uppgjör skýrsluhaldsins 2009

19.01.2010

Ársuppgjör 2009 hefur nú verið sett á vefinn og má nálgast helstu uppgjörstölur hér á vef nautgriparæktarinnar. Afurðir eru örlítið minni en í fyrra en fjöldi gripa sem taka þátt í skýrsluhaldinu hefur aukist milli ára og er það eflaust bein afleiðing gæðastýrðs skýrsluhalds og betri sýrsluskila. Afurðahæsta búið er að þessu sinni Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, með 7.612 kg mjólkur á árskú og 57,2 árskýr.  Í Reykjahlíð búa Sveinn Ingvarsson og Katrín Andrésdóttir. Fast á hæla þeirra kemur Daníel Magnússon í Akbraut með 7.604 kg. 

Afurðahæsta kýrin er Örk 166, Almarsdóttir á Egg í Hegranesi með 12.174 kg mjólkur.  Athyglivert er að Örk er fædd árið 1998 og hefur því sýnt fádæma endingu ásamt miklum afurðum. Tvær kýr ná afurðum yfir 12.000 kg þetta árið en Huppa 94, Vitadóttir frá Káranesi í Kjós er næst afurðahæst með 12.118 kg. Þess má geta að þessar tvær kýr stóðu einnig á toppnum árið 2008.

Uppgjörið má sjá í heild sinni hér.  Einnig verður fjallað ítarlega um uppgjör nautgriparæktarinnar í næsta Bændablaði sem kemur út 28. janúar.