
Uppgjör júní 2009
13.07.2009
Mjólkurskýrslur júnímánaðar hafa nú verið gerðar upp og niðurstöðurnar birtar á vef nautgriparæktarinnar. Skýrsluskil eru örlítið lakari en í fyrri mánuði en engu að síður yfir 90% skýrsluskil, sem verður að teljast mjög góður árangur þar sem skýrsluskil hafa undanfarin ár ávallt verið lökust yfir sumarmánuðina. Má geta þess að á sama tíma í fyrra voru skýrsluskil milli 60 og 70 prósent. Meðalafurðir eru nær sömu og í uppgjöri maímánaðar. Enn er það búið Egg í Hegranesi sem er afurðahæst með kúna Örk í broddi fylkingar. Austfirðingar halda uppteknum hætti, hvað varðar reglu á skýrsluskilum, og eru nú eini landshlutinn sem hefur 100% skýrsluskil þennan fyrri helming ársins
Heildaruppgjör skýrsluhaldsins er hægt að skoða á vef nautgriparæktarinnar