
Uppgjör júlí 2009
11.08.2009
Uppgjör júlí mánaðar hefur verið birt á vef nautgriparæktarinnar. Skýrsluskil eru tæp 90 % sem er svipað og í mánuðinum á undan en meðalafurðir hækka örlítið. Egg í Hegranesi er afurðahæst líkt og í júní en nú er það Vitadóttirin Huppa frá Káranesi sem efst á lista yfir afurðahæstu kýrnar. Eins og menn sjá hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á búslistanum þar sem nú eru einnig birt nöfn skýrsluhaldara. Nú í júlí var sent bréf til skýrsluhaldar vegna innlesturs kýrsýna frá RM þar gefst einnig kostur á velja þann texta sem birtist í þessum dálk. Búið er að færa inn þau svör sem bárust fyrir helgi og verður þetta uppfært í HUPPU um leið og svör detta í hús. Einnig er alltaf hægt að hafa samband og biðja um breytingu og þeir sem eru með aðgang að HUPPU geta sjálfir uppfært þessar upplýsingar í búsupplýsingum hjá sér.
Uppgjörið í heild sinni má nálgast á uppgjörssíðu skýrsluhaldsins
/GEH