Uppgjör danska kvótamarkaðarins
26.08.2006
Uppgjör danska kvótamarkaðarins sem haldinn var núna í ágúst liggur nú fyrir. Endanlegt jafnvægisverð er 3,658857 dkr./ kg (m.v. 4,36% fituinnihald). Þetta svarar til 43,90 isk á kg. Alls gengu 59,8 milljónir kg kaupum og sölum á þessum markaði.
310 framleiðendur seldu kvótann, en alls buðu 397 framleiðendur kvóta til sölu. Það þýðir að 78,1% af þeim sem vildu selja, seldu kvótann. Alls gátu 603 framleiðendur keypt, en 1.284 sendu inn tilboð, því geta 47% af þeim sem vildu kaupa, keypt það magn sem þeir óskuðu eftir. Að jafnaði keyptu framleiðendur 98.100 kg. Hvort búin eru að selja eða kaupa kvóta fer, sem fyrr, eftir því hvað þau eru stór. Stærri bú kaupa kvóta og minni bú selja. Í þetta sinn liggja mörkin við um það bil 700.000 kg kvóta, þau sem eru þar yfir kaupa og bú minni en það selja kvótann.