Beint í efni

Uppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í janúar

13.02.2012

Afurðaskýrslur nautgriparæktarinnar í janúar hafa nú verið gerðar upp. Niðurstöðurnar eru komnar inn á nautgriparæktarsíður vefsins og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 96% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

Niðurstöðurnar eru helstar þær að 22.557,3 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.510 kg síðustu 12 mánuðina. Hæsta meðalnytin í nýliðnum janúar var í Hraunkoti í Landbroti, V.-Skaft., 8.332 kg og næsthæstu meðalafurðirnar voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, Rang., 7.851 kg. Þriðja búið í röðinni var síðan á Hóli í Sæmundarhlíð þar sem meðalnytin í janúar var 7.839 kg.

Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Blíða nr. 1151 í Flatey á Mýrum, A.-Skaft., nyt hennar á þeim tíma var 12.167 kg. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var Guðrún nr. 356 á Steindyrum í Svarfaðardal, Eyj. og mjólkaði 11.794 kg. Hin þriðja á þessum lista nú í janúar var Ljúfa nr. 106 í Hraunkoti í Landbroti, en hún mjólkaði 11.747 kg.

Niðurstöður skýrsluhaldsins