
Uppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í febrúar
12.03.2012
Niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni við lok febrúar 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 95% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Helstu niðurstöðurnar eru þær að 22.342,9 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.526 kg sl. 12 mánuði, sem er hækkun um 16 kg frá síðasta uppgjöri. Hæsta meðalnytin við lok febrúar var á sama búi og setið hefur efst á þessum lista undanfarna mánuði, í Hraunkoti í Landbroti, V.-Skaft., 8.136 kg. Næsthæstu meðalafurðirnar voru á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 7.888 kg á árskú og í þriðja sæti í röðinni var búið á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, Rang., þar sem meðalnytin var 7.848 kg. Á 22 búum fór meðalnytin yfir 7.000 kg.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var hin sama og í mánuðinum á undan, Blíða nr. 1151 í Flatey á Mýrum, A.-Skaft., nyt hennar var 12.447 kg. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var Samba nr. 257 í Útvík í Skagafirði en hún mjólkaði 12.232 kg. Hin þriðja á þessum lista var Guðrún nr. 356 á Steindyrum í Svarfaðardal, Eyj. og mjólkaði hún 11.982 kg. Alls náðu 11 skýrslufærðar kýr að fara yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum.
Skýrsluhaldsniðurstöður
Helstu niðurstöðurnar eru þær að 22.342,9 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.526 kg sl. 12 mánuði, sem er hækkun um 16 kg frá síðasta uppgjöri. Hæsta meðalnytin við lok febrúar var á sama búi og setið hefur efst á þessum lista undanfarna mánuði, í Hraunkoti í Landbroti, V.-Skaft., 8.136 kg. Næsthæstu meðalafurðirnar voru á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 7.888 kg á árskú og í þriðja sæti í röðinni var búið á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, Rang., þar sem meðalnytin var 7.848 kg. Á 22 búum fór meðalnytin yfir 7.000 kg.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var hin sama og í mánuðinum á undan, Blíða nr. 1151 í Flatey á Mýrum, A.-Skaft., nyt hennar var 12.447 kg. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var Samba nr. 257 í Útvík í Skagafirði en hún mjólkaði 12.232 kg. Hin þriðja á þessum lista var Guðrún nr. 356 á Steindyrum í Svarfaðardal, Eyj. og mjólkaði hún 11.982 kg. Alls náðu 11 skýrslufærðar kýr að fara yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum.
Skýrsluhaldsniðurstöður