Beint í efni

Uppgangur í Kasakstan

12.04.2013

Við höfum áður greint frá uppgangi í landbúnaði í Kasakstan en bændur landsins eru miklir kornframleiðendur og útflutningur á korni skiptir landið miklu máli. Það virðist jafnframt vera almennur uppgangur í landinu ef marka má innflutningstölur á kjöti það sem af er árinu, en innflutningurinn í janúar og febrúar nam 7.900 tonnum sem er 42,4% aukning frá árinu 2012! Lang stærsti hluti þessa kjötmagns kom frá Úkraínu eða 3.700 tonn. Því er spáð að mikill vöxtur verði áfram í landinu og að eftirspurn eftir kjöti eigi eftir að aukast verulega.

 

Í dag er kjötframleiðslan í landinu lítið styrkt sem gerir samkeppnisstöðu bænda Kasakstan vonlausa. Í ár tekur þó nýtt kerfi við og því spá þarlendir forsvarsmenn bænda að þarlent kjöt ætti að geta slegið á innflutninginn eftir um tvö ár þegar gripir sem framleiddir eru með stuðningi verða sláturhæfir/SS.