
Uppfærsla á dkBúbót væntanleg
11.03.2008
Nú er prufuútgáfa vegna framtalsútgáfu dkBúbótar komin í hús og er verið að prófa hana. Gangi allt að óskum mun brennsla á diskum hefjast á morgun og dreifing á henni strax og því lýkur. Notendur munu einnig fá tölvupóst ásamt slóð á uppfærslu um leið og endanleg útgáfa liggur fyrir. Eigi að síður þurfa notendur einnig að lesa inn uppfærsluna af disknum þegar hann berst.
Notendur eru jafnframt minntir á að taka öryggisafrit af gögnum búsins áður en uppfærslan er lesin inn. Það er gert í Verkfæri - Gagnaflutningur - Fyrirtæki - Flytja út gögn og smella á Velja skrá til að velja staðsetningu fyrir afritið, t.d. skjáborð (desktop) og gefa skránni nafn. Sjálfsagt er svo að taka öryggisafrit reglulega, t.d. þegar framtalsvinnu eða skráningum er lokið og flytja það yfir á minnislykil eða disk og geyma á öruggum stað.