
Uppfærsla á dkBúbót
06.01.2010
Í gær var send út uppfærsla númer 9.00A á dkBúbót með tölvupósti til notenda vegna breytinga á tekjuskatti og virðisaukaskatti sem tóku gildi nú um áramót.
(Innskot 7.1.2010: Svo virðist sem tölvupósturinn hafi misfarist til einhverra notenda og verður hann því sendur aftur í dag. JLE)
Önnur uppfærsla vegna launamiða og annarra áramótafærslna er væntanleg síðar í mánuðinum og verður sú útgáfa send notendum á geisladisk. Þeir sem ekki getað sótt uppfærsluna núna og þurfa á henni að halda eru beðnir um að senda tölvupóst á hh@bondi.is eða jle@bondi.is til að fá uppfærsluna senda á geisladisk. Gefa þarf upp nafn, bæjarheiti og símanúmer. Eins má hringja í síma 563 0300 og óska eftir uppfærslunni.
Uppfærslan inniheldur breytingu á virðisaukaskatti úr 24,5% yfir í 25,5% og eins breytingar á tekjuskatti og tryggingargjaldi. Þeir sem þurfa að skrifa út reikninga nú í janúar og/eða reikna laun vegna janúar, t.d. fyrirframgreidd laun, þurfa á uppfærslunni að halda nú þegar.
Með uppfærslunni fylgja leiðbeiningar vegna áramótafærslna þar sem tilgreind eru sérstaklega þau atriði sem þarf að fara í gegnum vegna skattabreytinganna. Bæklinginn má sækja hér. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um aðrar hefðbundnar áramótafærslur eins og vegna launamiða sem koma með næstu uppfærslu af dkBúbót. Helstu atriði sem framkvæma þarf nú vegna skattabreytinganna eru (gefið er upp á hvaða blaðsíðu í leiðbeiningabæklingi umrætt atriði er að finna):
ü Stofna nýtt bókhaldstímabil/ár 2010 (bls. 3).
ü Kanna sjálfvirka lagfæringu á 24,5% virðisaukaskattsflokkum í 25,5% (bls. 4).
ü Lagfæra heiti á bókhaldslyklum sem innifela 24,5% í lýsingu (bls. 4).
ü Búa til nýja bókhaldslykla og virðisaukaskattsflokka vegna tapaðra viðskiptakrafna á fyrri virðisaukaskattprósentu (bls. 5-7), muna að tengja bókhaldslykla við deildir
ü Breyting á sölureikningalýsingum vegna virðisaukaskattsbreytinga (bls. 10-11).
- Athygli er vakin á því að ef ekki er búið að ganga frá öllum reikningum fyrra árs þarf að ljúka því áður en þessu breyting er gerð eða geyma eldri lýsingu undir öðru nafni.
ü Notendur í hýsingu þurfa ekki að breyta lýsingum, búið er að uppfæra þær og breyta lýsingum og eru gömlu lýsingarnar þar ennþá til undir sama heiti og fyrri lýsing með endinguna _gamalt. Þar þarf því einungis að skipta um prentlýsingu ef prenta á út gamla reikninga.
ü Þeir sem nýta birgðakerfi og önnur kerfi þurfa að huga að verðbreytingum og öðru slíku tengdu virðisaukaskattshækkuninni (bls. 11-13).
ü Breytingar vegna tryggingargjalds og þrepaskipts tekjuskatts eru á bls. 14-15 og þarf eingöngu að fara í gegnum þær myndir og ættu þá réttar tölur að koma inn.
Frekari fyrirspurnir skal senda á jle@bondi.is eða hafa samband við Jóhönnu Lind hjá BÍ.