Beint í efni

Uppfærðir verðlistar á fóðri

25.02.2011

Í kjölfar verðhækkana á fóðri síðustu daga, hafa verðlistar á fóðri hér á síðunni verið uppfærðir. Verðlistana má sjá með því að smella hér. Framvegis verða þeir á excel formi, þar sem slíkt auðveldar uppfærslu þeirra til muna. Eftir þessa verðhækkun er verð á 16% jurtapróteinblöndu eins og sjá má í töflunni hér að   

neðan.

 

Fyrirtæki Blanda

Verð pr tonn án vsk, með magn- og stgr. afsl.

SS Kúafóður 16 58.002 kr
Bústólpi ehf DK-16 Bústólpi 62.824 kr
Fóðurblandan hf DK-16 62.881 kr
Lífland hf Sparnyt 16 62.902 kr

 

Þá er rétt að það komi fram að Landstólpi ehf, sem flytur inn kjarnfóður frá Hollandi, hefur ekki orðið við óskum Landssambands kúabænda um að senda samtökunum verðlista á fóðri.