Beint í efni

Uppfærð verðskrá nautgripakjöts

14.04.2018

Verðskrá nautgripakjöts á heimasíðunni hefur nú verið uppfærð til samræmis við uppgefnar upplýsingar frá sláturleyfishöfunum og hafa nú SS, Sláturhús Hellu hf., KS og SAH afurðir ehf. öll birt verðskrá sem byggir á EUROP kjötmatinu. Eins og sjá má við skoðun á verðskránni er nokkur munur á bæði þungaflokkun á milli sláturhúsa innan helstu aðalflokka sem og á fjölda þeirra verðflokka sem sláturleyfishafarnir nota innan viðkomandi aðalflokks. Þá er afurðaverð innan hvers verðflokks töluvert frábrugðið á milli sláturleyfishafa, en heldur minni munur er á milli þeirra þegar verðfelling vegna fitu er skoðuð.

Við hvetjum kúabændur til þess að skoða vel þessi mál og til þess að sjá og bera saman verðskrárnar getur þú smellt hér/SS.