Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

“Upp í sveit 2011” dreift í 30 þúsund eintökum

31.05.2011

Bæklingurinn „Upp í sveit 2011“ kom út í síðustu viku en í honum eru nákvæmar upplýsingar um bæi sem starfa undir merkjum Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar. Upp í sveit er prentaður í 30 þúsund eintökum og er dreift um allt land á helstu ferðamannastöðum í sumar. 

Á ferðasýningunni Íslandsperlur, sem haldin var í Reykjavík dagana 20.-22. maí, var bæklingnum dreift til gesta en alls er talið að 8-9 þúsund manns hafi komið á sýninguna. Nokkrir bændur voru á básnum að kynna sínar vörur og þjónustu. Myndir frá viðburðinum eru aðgengilegar á myndasafni Bændablaðsins.

Hægt er að fá nýja bæklinginn sendan endurgjaldslaust í pósti með því að fara inn á sveit.is og fylla þar út beiðni. Upp í sveit 2011 er líka aðgengilegur á veflægu formi með því að smella hér.


Vefsíður:
Ferðaþjónusta bænda: www.sveit.is
Beint frá býli: www.bfb.is
Opinn landbúnaður: www.bondi.is