Ungnautin standa sig vel
10.03.2005
Nú stendur yfir fyrsta sæðistaka úr nokkrum af yngstu nautunum á Nautastöð BÍ á Hvanneyri. Nýlega komu 9 naut frá uppeldisstöðinni í Þorleifskoti og að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Nautastöðvar BÍ, gengur vel með að ná úr
nautunum. „Þeir eru nú ekki allir farnir að stökkva, en þetta gengur bara vel og sæðisgæðin eru fín“, sagði framkvæmdastjórinn þegar hann kom inn úr sæðistökuherberginu í morgun með vel fyllt tilraunaglas hangandi neðan í einni fuðinni.
Nýju ungnautin níu eru:
Eldur (04001) frá Laugabóli í Reykjadal
Hóll (04002Y) frá Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit
Bursti (04003) frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi
Grikkur (04004) frá Neðra-Hóli á Snæfellsnesi
Þorri (04005) frá Eystri-Gegnishólum í Gaulverjabæjarhreppi
Þynur (04006) frá Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit
Farsæll (04007) frá Daufá í Lýtingsstaðahreppi
Salómon (04009) frá Hundastapa í Borgarbyggð
Ketill (03040) frá Stóru-Mörk í Vestur Eyjafjallahreppi
Á stöðinni eru nú 21 naut í sæðistöku.