Beint í efni

Ungir bændur í Danaveldi

06.03.2014

Þessar vikurnar sýnir danska ríkissjónvarpið Danmarks Radio þætti um líf og starf ungra bænda. Alls eru þættirnir átta talsins en þriðji þátturinn var sýndur í gærkvöldi, miðvikudaginn 5. mars. Í þættinum var fylgst með lífi þriggja ungra bænda. Sá fyrsti í röðinni var Morten, 23 ára kúabóndi sem ásamt unnustu sinni Mille, 19 ára, býr á Mið-Jótlandi með 120 Jersey kýr. Line, 24 ára rekur kvíguhótel á Norður-Jótlandi, jafnframt því sem hún vinnur á kúabúi foreldra sinna. Í þættinum er fylgst með þátttöku hennar á búfjársýningunni í Hjørring. Að lokum er tekið hús á Kim, 27 ára sem ásamt unnustu sinni Marie, rekur svínabú á Sjálandi sem sendir 800 grísi til slátrunar í viku hverri, auk þess að stunda akuryrkju á 970 hekturum. Hér er á ferðinni úrvals sjónvarpsefni sem óhætt er að mæla með fyrir áhugafólk um landbúnað./BHB

 

3. þáttur af Unge landmænd, 5. mars 2014

 

2. þáttur af Unge landmænd, 26. febrúar 2014

 

1. þáttur af Unge landmænd, 19. febrúar 2014