Beint í efni

Ungar kýr liggja öðruvísi

17.03.2016

Fyrstu mánuði mjaltaskeiðsins víkja kýr á fyrsta kálfi verulega frá atferli eldri kúa þegar horft er til legu þeirra. Þetta er ein af niðurstöðum kanadískrar rannsóknar, sem greint var frá er frá í marshefti Journal of Dairy Science, en í henni var leguhegðun 5.135 kúa metið í 141 fjósi. Í rannsókninni kom í ljós að fyrsta mánuðinn eftir burð skiptist lega hinna ungu kúa í 15 legulotur á sólarhring og var hver legulota að jafnaði 45 mínútur að lengd. Sé hins vegar horft til hinna eldri kúa þá voru þær að jafnaði með 10 legulotur á dag og var meðallengd hverrar 65 mínútur. Heildar legutími var þó svipaður eða 650 mínútur hjá þeim eldri og 675 mínútur hjá þeim yngri.

 

Þá kom í ljós að leguatferli hinna ungu kúa breyttist eftir því sem leið á mjaltaskeiðið og eftir um átta mánuði var leguatferli þeirra orðið eins og hjá hinum eldri kúm. Þá kom ennfremur fram í þessari rannsókn að legutími kúa í fjósum þar sem var sandur í legubásunum, í stað legubásadýna með undirburði á, var legutími kúnna 1,5 klukkutímum lengri á degi hverjum. Eru þessar niðurstöður í fullu samræmi við aðrar sambærilegar en allar sýna þær að lengsti legutíminn næst sé sandur hafður undir kúm/SS.