Beint í efni

Undirritun samstarfssamnings Fóðurblöndunnar hf og DeLaval – fréttatilkynning

24.11.2009

Fóðurblandan og DeLaval A/S hafa nú undirritað samstarfssamning sín í milli um sölu og þjónustu á vörum þess síðarnefnda á Íslandi. Er samningur þessi undirritaður í framhaldi af viljayfirlýsingu sem gerð var milli aðilanna þann 26. október síðastliðinn. Hefur samningur þessi þegar öðlast gildi. Fóðurblandan hf mun í framhaldinu leitast við að tryggja að þjónusta við DeLaval mjaltakerfi og mjaltaþjóna verði sem best.

Allar helstu þjónustu og rekstrarvörur DeLaval fást í verslunum Fóðurblöndunnar í Reykjavík – Selfossi – Hvolsvelli og Egilsstöðum. Einnig fást DeLaval vörur hjá Bústólpa á Akureyri, Versluninni Eyri Sauðárkróki og Verslun KB í Borgarnesi. Allar nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar á skrifstofu Fóðurblöndunnar hf. sem opin er alla virka daga frá 8-16. Sími 570 9800 / eða á tölupóstinum petur@fodur.is