Umtalsverð verðhækkun á kjarnfóðri hjá Líflandi
06.03.2006
Lífland hefur hækkað verð á fóðurblöndum um 4% frá og með deginum í dag, 6. mars. Í tilkynningu frá Líflandi segir: „Ástæða hækkunar liggur fyrst og fremst í hækkunum á hráefnaverði, ásamt gengisskriði á síðustu vikum. Einnig hafa orðið nýlegar breytingar á innlendum markaði s.s. launahækkanir“.
Þá verður dreifing fóðurs einnig dýrari: „Akstur á lausu fóðri verður einnig hækkaður um 5% og er það vegna hækkunar á eldsneyti á undanförnum mánuðum, ásamt breytingum á innlendum markaði, s.s.launahækkanir“.