Beint í efni

Umtalsverð hækkun hjá SS

07.06.2010

SS hefur tilkynnt um verðhækkun á nautakjöti til bænda sem tekur gildi frá og með deginum í dag, 7. júní. Að jafnaði er hækkunin 8,4% en er talsvert breytileg milli flokka, allt frá 6,8% upp í 17,7%. Verðskrár sláturleyfishafa hafa verið uppfærðar og er þær að finna hér.