Beint í efni

Umsóknir um styrki vegna jarðræktar

10.08.2011

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til jarðræktar (korn-, gras- og grænfóðurrækt). Bent er á að lágmarksúttekt á samanlögðu ræktuðu landi er 2 ha og til að standast úttekt á ræktun þarf umsækjandi að leggja fram viðurkennt túnakort. Umsækjandi þarf að stunda búnaðargjaldsskylda framleiðslu.
Umsóknir eiga að berast til viðkomandi búnaðarsambands/leiðbeiningamiðstöðvar, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn sem hvort tveggja er að finna á hér, en þar er einnnig að finnna nánari upplýsingar um reglur þróunar- og jarðabótaverkefnisins. Upplýsingarnar má einnig finna hjá viðkomandi búnaðarsamböndum.