Beint í efni

Umsóknir um styrk vegna áburðarkaupa og þróunar- og jarðabótaverkefna

03.07.2009

Umsóknarfrestur um styrk úr Bjargráðasjóð vegna áburðarkaupa rennur út 20. ágúst (áður auglýst 10. ágúst) Umsóknirnar eiga að berast til viðkomandi búnaðarsambands, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn sem hvort tveggja er að finna hér. Það er hægt að sækja um þróunar- og jarðabótaverkefni á sama eyðublaði/vefumsókn. Í eftirfarandi styrki er hægt að sækja um:






    • Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap

    • Beitarstjórn og landnýting

    • Viðhald framræslu lands vegna ræktunar

    • Kölkun túna

    • Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt)

    • Styrkur til áburðarkaupa úr Bjargráðasjóði