Beint í efni

Umsóknarfresturinn að renna út

31.10.2012

Landssamband kúabænda minnir á að umsóknarfrestur vegna stuðnings við nýliða í mjólkurframleiðslu var framlengdur til 1. nóvember og er því að renna út. Umsóknum skal skilað inn til Bændasamtaka Íslands á þar til gerðum eyðublöðum, og verða þær afgreiddar í samræmi við verklagsreglur sem staðfestar voru af ráðuneyti landbúnaðarmála í maí síðastliðnum.

 

Allar nánari upplýsingar um stuðning við nýliða í mjólkurframleiðslu má nálgast hér:

 

Eyðublað vegna stuðnings við nýliða í mjólkurframleiðslu

Verklagsreglur um stuðning við nýliða í mjólkurframleiðslu

/SS