Beint í efni

Umsóknarfresturinn að renna út!

30.07.2013

Við minnum enn á átaksverkefni RML um nautakjötsframleiðslu en umsóknarfresturinn er til 1. ágúst, en markmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðsluna, auka fagmennsku, kjötgæði og framboð nautakjöts. Við hvetjum alla sem stunda nautakjötsframleiðslu að lesa nánar um verkefnið og að sjálfsögðu að taka þátt í verkefninu. Verkefnið verður þannig upp byggt að gerð verður úttekt á rekstri og arðsemi kjötframleiðslu á viðkomandi búum og sett upp áætlun til þriggja ára sem miðar að því að bæta rekstrarforsendur og gæði framleiðslunnar. Þátttakendur fá rekstraráætlun og ráðgjöf varðandi fóðrun, aðbúnað, skýrsluhald og almennt um uppeldi nautgripa til kjötframleiðslu.

 

Allar nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu RML (www.rml.iseða með því að smella hér/SS.