Beint í efni

Umsóknarfrestur um rektorsstöðu við Landbúnaðarháskólann liðinn

01.07.2004

Í gær rann út frestur til að senda inn til landbúnaðarráðuneytisins umsóknir um hina nýju stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Eins og kunnugt er, verða Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Garðyrkjuskólinn á Reykjum færðar undir eina stjórn í nýrri stofnun um áramótin næstu. 14 aðilar sóttu um, þar af allir 3 yfirstjórnendur þeirra þriggja stofnana sem á að sameina í Landbúnaðarháskóla Íslands. Þau sem sóttu um stöðuna eru eftirfarandi:

Ágúst Sigurðsson, landsráðunautur í hrossarækt og ráðunautur í erfða- og kynbótafræði hjá Bændasamtökum Íslands, hrossaræktandi og bóndi.
Árni Bragason, forstöðumaður Náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar.
Áslaug Helgadóttir, aðstoðarfostjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.
Björn Steinbjörnsson, héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi nyrðra, framkvæmdastjóri Dýraspítala Austurlands á Egilsstöðum.
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Ingibjörg S. Jónsdóttir, prófessor við háskólasetrið á Svalbarða.
Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir, kennari við Vallaskóla á Selfossi.
Ívar Jónsson, prófessor í viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst.
Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í umhverfisjarðfræði við háskólann í Bristol í Bretlandi.
Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Ólafur Melsted, aðstoðarskólameistari við Garðyrkjuskóla ríkisins.
Róbert Hlöðversson, framkvæmdastjóri Nýju skoðunarstofunnar hf.
Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskóla ríkisins.
Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA.

Háskólaráð hins nýja landbúnaðarháskóla verður skipað á næstu dögum. Ráðið mun fara yfir umsóknir og veita umsögn til landbúnaðarráðherra sem skipar rektor fyrir 1. ágúst n.k.