Umsögn LK og SAM fylgt eftir
24.06.2009
Í morgun áttu fulltrúar Landssambands kúabænda og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði fund með utanríkismálanefnd Alþingis. Tilefni fundarins var að fylgja eftir sameiginlegri umsögn samtakanna vegna þingsályktunartillagna, er lúta að umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
Á fundinum var lagt fram svofellt minnisblað, ásamt því að ítrekuð var afstaða samtakanna um að Alþingi skuli hafna báðum tillögunum, þar sem aðild að ESB muni hafa mjög umfangsmikil og óafturkræf áhrif til hins verra á rekstrarumhverfi mjólkurframleiðslunnar.