
Umsögn Bændasamtakanna um fjárlög 2024
05.10.2023
Nú þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Íslands hefur verið lagt fram hafa Bændasamtökin unnið að áliti sem byggt er m.a. á kröfugerð Bændasamtakanna vegna endurskoðunar Búvörusamninga og birt var nýlega. Í umsögninni sem send var 5. október 2023 eru skyldur hins opinbera gagnvart bændum sem og neytendum í gegnum Búvörusamninga áréttaðar.
Búvörusamningar þjóna þeim tilgangi fyrst og fremst að gera matvæli til neytenda ódýrari og tryggja framboð og framleiðslu íslenskra búvara. Þannig styðja þeir því ekki bara við bætta afkomu bænda heldur eru þeir gríðarlega mikilvægt tæki til að tryggja efnahagslegan stöðuleika og sporna gegn verðbólgu.
Þá tekur álitið einnig á ýmsum öðrum málefnum svo sem úrvinnslugjaldi, fjármunum til loftslagmála og áskorun um betri nýtingu eftirlitsfjármuna, en álitið má kynna sér hér.